ME áfram í 16 liða úrslit í Gettu betur

Lið ME í Gettu betur 2023
Lið ME í Gettu betur 2023

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum komst áfram í 16 liða úrslit með sigri á Menntaskólanum við Ásbrú nú í kvöld. Viðureignin fór þannig að ME var með 20 stig á móti 9 stigum MÁ. Við óskum Katrínu Eddu, Heiki Inga, Rafael Rökkva  og Jóhanni Hjalta þjálfaranum þeirra innilega til lukku. Þökkum MÁ fyrir drengilega keppni. 

Hlökkum til að fylgjast með liði ME í annarri umferð.