ME auglýsir eftir liðsauka

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir eðlisfræðikennara frá og með næsta starfsári. ME er góður vinnustaður og skartar titilinum Fyrirmyndarstofnun 2020. Góður starfsandi er á vinnustaðnum, góðar starfsaðstæður og framúrskarandi skólastarf. Ef þú vilt bætast í hópinn, þá eru allar frekari upplýsingar um starfið á starfatorgi.is eða hér, ásamt upplýsingum um hvernig sótt er um.