ME ekki áfram í 8 liða úrslit

Verzlunarskóli Íslands sigraði Menntaskólann á Egilsstöðum með 29 stigum gegn 20 í annarri umferð Gettu betur í kvöld. Lið ME stóð sig feikna vel í bjölluspurningum og saxaði vel á forskot Verzló úr hraðaspurningum en það dugði ekki til.

Við erum afar stolt af fulltrúum okkar þeim Heiki Inga, Katrínu Eddu og Rafael Rökkva og óskum þeim til hamingju með flottan árangur.