ME Fyrirmyndarstofnun 2023

ME Fyrirmyndastofnun 2023
ME Fyrirmyndastofnun 2023

Menntaskólinn á Egilsstöðum var í þriðja sæti í flokki meðalstórra stofnana í "Stofnun ársins" könnuninni sem Sameyki stendur fyrir árlega, og fær titilinn Fyrirmyndarstofnun 2023. Síðustu ár hefur ME komið mjög vel út úr þessari könnun, var Fyrirmyndarstofnun 2020, Stofnun ársins 2021, Stofnun ársins 2022 og nú aftur Fyrirmyndarstofnun 2023. Heildareinkunn ME 4.463 af 5 mögulegum. Árið 2022 var ME með heildareinkunn upp á 4.57 og hefur því dalað lítillega milli ára. 

Könnunin tekur fyrir stjórnun, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti

Ef listaðir eru upp eftir heildareinkunn allir framhaldsskólar á landinu, óháð stærð, þá er ME í 6. sæti yfir landið. 

Niðurstöður verða nú rýndar og kynntar starfsfólki og unnið að úrbótum í þeim þáttum sem brýnast er að sinna.