ME í 8 liða úrslit Gettu betur

Lið ME í Gettu betur 2026
Lið ME í Gettu betur 2026

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum komst áfram í 8 liða úrslit í Gettu betur í gærkvöldi með sigri á Fjölbrautaskólanum í Ármúla með 23 stigum gegn 14 stigum FÁ. Þetta þýðir að ME mun keppa í sjónvarpinu í 8 liða úrslitum. Dregið verður í næstu umferð eftir viðureignir kvöldsins (20. jan). Spennandi verður að sjá hvaða skóla ME keppir næst á við.

Það er gaman að segja frá því að spurt var um Kitchen Aid hrærivélar í keppni gærkvöldsins og vill svo vel til að einmitt var slík spurning búin til þegar nemendur ME kepptu við kennarana í undirbúningi keppninnar. Segir okkur að undirbúningskeppnir við kennara skólans geta skipt sköpum.

Óskum Steinari, Auðuni, Sólgerði Völu og þjálfaranum Jóhanni Hjalta innilega til hamingju með árangurinn.

Áfram ME!