ME í Landanum - Sér allt aðra hluti gerast í meðferð úti en inni

Landinn fjallaði um hana Hildi okkar og áfangann sem hún er með í boði undir yfirskriftinni F:ire&ice - Útivist og sjálfsefling. Umfjöllunin er skemmtileg og sýnir hversu frábær þessi áfangi og umgmennaskipta verkefni er. 

Um er að ræða 5 eininga útivistaráfanga. Áfanginn er hluti af Erasmus+ ungmennaskiptaverkefni, sem unnið er í samstarfi Menntaskólans á Egilsstöðum, Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands og írsku ungmennasamtakanna YMCA. Útivistaráfanginn hefur þá sérstöðu að megináherslur hans eru á að efla sjálfsþekkingu nemenda, trú á eigin getu, samskiptahæfni og tengsl þeirra við náttúruna og sjálfan sig. Hugmyndafræði F:ire&ice byggir á náttúrumeðferð, reynslunámi, jákvæðri sálfræði, styrkleikaþjálfun, áskorunum og ævintýrum. Hvetjum alla til að horfa á innslagið og sjá flott ungmenni ME með Hildi í ýmsum verkefnum. Innslagið má finna hér.

 

Áfanginn verður líklega í boði með einhverju sniði aftur næsta haust.