Leiksýningin "Góðan daginn, faggi"

Myndin er fengin að láni af Facebooksíðu Bjarna Snæbjörnssonar, leikara.
Myndin er fengin að láni af Facebooksíðu Bjarna Snæbjörnssonar, leikara.
Við munum heldur betur ljúka gleðiviku með stæl því ME-ingum er boðið á leiksýninguna "Góðan daginn, faggi", á morgun, föstudag kl. 14 í Sláturhúsinu.
Þessi margrómaða sýning, sem er í raun sjálfsævisögulegur heimildasöng(ein)leikur, er í þetta skiptið einungis fyrir ME-inga og er aðgangur ókeypis!
 
Við hvetjum öll til að mæta og sjá þetta magnaða verk sem er stútfullt af einlægni og dásamlegum húmor. Það hefur hlotið frábæra dóma og skilur engan eftir ósnortinn. Þau sem vilja fara á sýningu fá leyfi í tíma.