ME keppir í átta liða úrslitum FRÍS

Nokkrir keppendur Menntaskólans á Egilsstöðum í Framhaldsskólaleikunum í rafíþróttum.
Nokkrir keppendur Menntaskólans á Egilsstöðum í Framhaldsskólaleikunum í rafíþróttum.

Nú styttist í úrslitakeppni Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands, eða FRÍS en leikarnir eru núna haldnir í annað sinn.

Í janúar var undankeppni í þremur tölvuleikjum; CS:GO, Rocket League og FIFA 22 þar sem 19 skólar tóku þátt. Samanlagður stigafjöldi í öllum leikjum veitir þátttökurétt í úrslitunum.

Útsendingar frá úrslitakeppninni hefjast 17. febrúar næstkomandi og verða allir leikir sýndir í beinni útsendingu á Twitch rás Rafíþrótta og Stöð 2 esport. Nánari upplýsingar á Facebooksíðu Rafíþróttasamtaka Íslands. 

Liðsmenn fyrir ME eru:

FIFA 22 - Daníel Þór Cekic og Ólafur Bernharð Hallgrímsson

Rocket League –Aron Steinar Elísson, Markús Máni Viðarsson og Tomas Viðar Úlfarsson.

CS:GO – Bjarni Kristjánsson, Daníel Dúi Ragnarsson, Hjörtur Hilmar Kjerúlf Benediktsson, Kristján Finnsson, Markús Máni Viðarsson og Patryk Lukasz Edel.

Spennan magnast – fylgjumst með ME keppa til úrslita í FRÍS

Áfram ME