ME með vottað jafnlaunakerfi næstu 3 árin

Menntaskólinn á Egilsstöðum hefur nú starfrækt jafnlaunakerfi í rúm 3 ár og fékk nýlega endurvottun á kerfið. Versa Vottun hefur tekið út jafnlaunakerfi ME frá upphafi.

Sem fyrr er meginmarkmið jafnlaunavottunar að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunastjórnunarkerfið, sem unnið er eftir jafnlaunastaðlinum IST/85, ýtir undir vönduð vinnubrögð og jafnrétti í launasetningu og vinnslu launa. Heilmikið er af verklagsreglum, eyðublöðum og gátlistum í kerfinu sem myndar eina heild jafnlaunakerfis ME. 

Við erum afar ánægð með að fá endurvottun á jafnlaunakerfi ME og birtum nýtt jafnlaunamerki fyrir 2023-2026 með stolti.