ME náði 5. græna skrefinu.

ME hefur lokið innleiðingu á grænum skrefum í ríkisrekstri. Þessi áfangi náðist rétt fyrir áramótin er ME fékk staðfest að það hefði uppfyllt skilyrði 5. skrefsins. Þetta er afar ánægjulegt og hvetur okkur til áframhaldandi góðrar vinnu í umhverfismálum.

Græn skref í ríkisrekstri snúa að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi ME og efla umhverfisvitund starfsmanna. Meðal þess sem hefur verið gert undanfarin 2 ár meðan innleiðing stóð yfir er að auka fræðslu til starfsmanna, bjóða upp á samgöngusamning til starfsmanna, bæta aðstöðu til hjólreiða við stofnunina með yfirbyggðu hjólaskýli, viðgerðaraðstöðu og hleðslustöð fyrir rafbíla og rafmagnshlaupahjól. Þá geta starfsmenn fengið að láni rafmagnshlaupahjól til að skjótast milli staða á vinnutíma. Settur var upp samgöngupottur fyrir nemendur sem nýta virkan ferðamáta til og frá skóla. 

ME hefur verið duglegt að endurnýta hluti, þegar keypt eru húsgögn eru þau keypt notuð ef hægt er (rafmagnsskrifborð starfsmanna voru keypt notuð), útbúin voru púlt úr gömlum náttborðum sem skipt var út á heimavistinni. Þessi púlt eru nýtt í kennslustofum svo kennarar geti staðið við tölvuna þegar þeir eru að kenna.

ME hefur skuldbundið sig til að huga vel að öllum umhverfismálum í skólanum og eru búin að útbúa verkferla, loftslagsstefnu og áætlanir í takt við það.