ME nær fyrsta græna skrefinu

Græn skref í ríkisrekstri
Græn skref í ríkisrekstri

Nú ríkir mikil gleði í ME því fyrsta Græna skrefið er komið í hús.
Verkefnið Græn skref í ríkisrekstri snýst um að efla vistvænan rekstur ríkisins og skráði ME sig til leiks í ársbyrjun 2018. Þá hófst vinna við að uppfylla ýmis ákvæði til að ná fyrsta græna skrefinu af fimm. Nú er komin í hús viðurkenning fyrir þann árangur að hafa náð fyrsta skrefinu. Vinna við að ná næsta skrefi er þegar komin vel af stað.

Það er umhverfisnefnd skólans sem heldur utan um verkefnið en þar hafa aðkomu bæði starfsmenn og nemendur. Það er afar ánægjulegt að fyrsta skrefið sé komið í hús og stefnum við ótrauð áfram.