ME Stofnun ársins annað árið í röð

Könnun undir yfirskriftinni "Stofnun ársins" var lögð fyrir starfsmenn ME haustið 2022. Niðurstöður voru ljósar um miðjan febrúar og var ME "Stofnun ársins" í flokki meðalstórra stofnana. Í könnuninni eru þátttakendur spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti. Markmiðið með að velja fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur stofnana til að huga að mannauðsmálum og auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum. 

79% starfsmanna ME svöruðu könnuninni og voru niðurstöður almennt góðar og jákvæðar breytingar milli ára. Heildar niðurstöður könnunarinnar munu birtast á me.is innan skamms. 

ME var í fyrsta sæti í sínum stærðarflokki, en var í sjötta sæti yfir allar stofnanir ríkisins sem tóku þátt. Þá var ME í þriðja sæti yfir framhaldsskóla á landinu. Fyrir ofan okkur voru Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Menntaskólinn á Tröllaskaga. Margir framhaldsskólar voru ofarlega og komu vel út, sem er afar ánægjulegt.

Við erum afar stolt af okkar góða starfsliði og þeirri samvinnu og samheldni sem einkennir starfsmannahópinn. Saman myndum við góða og sterka liðsheild.