ME tekur á móti FÁ í Morfís

Menntaskólinn á Egilsstöðum tekur á móti Fjölbrautaskólanum í Ármúla í Morfís - Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Keppnin fer fram laugardaginn 28. janúar kl. 18 í hátíðarsal ME. Umræðuefni kvöldsins verður auglýsingar. ME talar með auglýsingum og FÁ á móti.

Í liði ME er Emma Rós Ingvarsdóttir, Sigvaldi Snær Gunnþórsson, Kristey Bríet Baldursdóttir og Sebastían Andri Kjartansson. Þjálfari liðsins er Laufey Lind. 

Við óskum liði ME góðs gengis og fylgjumst spennt með! Áfram ME!