ME tekur á móti Flensborg í 8 liða úrslitum Morfís

Morfís lið ME 2021
Morfís lið ME 2021

Menntaskólinn á Egilsstöðum tekur á móti Flensborg í Morfís viðureign á sunnudaginn 7. mars kl. 19:00. Morfís er mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi.

Í liði ME eru þau Einar Freyr Guðmundsson, Jóhanna Hlynsdóttir, Elísabeth Anna Gunnarsdóttir og Óli Jóhannes Gunnþórsson. Umræðuefni kvöldsins verður "Leysum öll vandamál" og ME verða meðmælendur.

Viðureigninni verður streymt og mun hlekkur á streymið birtast um hálftíma fyrir viðureignina á Facebooksíðu ME

Óskum Einari, Jóhönnu, Elísabeth og Óla Jóhannes góðs gengis og segjum ÁFRAM ME!