ME vann Morfís viðureign kvöldsins

Elísabeth í pontu í Morfís keppni kvöldsins
Elísabeth í pontu í Morfís keppni kvöldsins

ME hafði betur í æsispennandi viðureign Menntaskólans á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólans í Ármúla í Morfís keppni kvöldsins. Lítill munur var á liðunum í lok keppni en ME vann með um það bil 100 stigum. Elísabeth Anna var valinn ræðumaður kvöldsins. Við óskum Einari, Óla Jóhannesi, Jóhönnu og Elísabeth innilega til lukku með sigurinn og hlökkum til að fylgjast með næstu viðureign. Þökkum FÁ fyrir drengilega keppni.

Áfram ME!