ME sigraði MS í Gettu Betur

Lið ME í Gettu Betur 2021. Ásdís, Gunnar og Almar.
Mynd; Heiður Ósk Helgadóttir
Lið ME í Gettu Betur 2021. Ásdís, Gunnar og Almar.
Mynd; Heiður Ósk Helgadóttir

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum sigraði lið Menntaskólans við Sund í fyrstu umferð Gettu Betur sem fram fór í útvarpinu 6. janúar. Viðureignin fór þannig að ME náði sér í 22 stig á móti 10 stigum MS. Við óskum liði ME innileg til lukku með þennan flotta sigur.

Í liði ME þetta árið eru þau Gunnar Einarsson, Almar Aðalsteinsson og Ásdís Hvönn Jónsdóttir. Þjálfari liðsins er Stefán Bogi Sveinsson.

Næsta umferð fer fram 12. og 13. janúar en dregið varður í kvöld um hverjir etja kappi hver við annan.