Það styttist í útskrift... og hvað svo?

Nú eru háskólar landsins að fara á fullt með kynningarherferðir á námsframboði sínu. Við hvetjum ME-inga til að kíkja á fundina sem í boði eru, bæði þau ykkar sem hafa skýr markmið fyrir framhaldið og þau sem eru óákveðin, til að fræðast og spyrja spurninga.

Það er margt sem þarf að hafa í huga á þessum tímamótum og þess vegna getur verið flókið og erfitt að taka ákvörðun. Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga.

  1. Sjálfsþekking er grundvallaratriði, það er, að vita hvar áhugasviðið og styrkleikarnir ykkar liggja og hver gildi, persónueinkenni og sjálfsviðhorf hvers og eins eru, er mikilvægt.
  2. Hvers krefjast störfin og námsleiðirnar sem þú ert helst að velta fyrir þér af þér, hvað áhugasvið, styrkleika og annað slíkt varðar? Hvaða undirbúningur er nauðsynlegur fyrir þig? Er aðrir þættir nokkuð að hafa áhrif á ákvörðun þína? Hvaðan sprettur áhugi þinn á þessum störfum? Kemur áhugi þinn á þessu starfi/námi ekki örugglega frá þér eða eru aðrir þættir mögulega að hafa áhrif á þig og val þitt? T.d. utanaðkomandi pressa, kynjaðar hugmyndir um náms- og starfsval, hugmyndir þínar um "virðingarstiga" starfa eða jafnvel bara óljósar hugmyndir um nám og störf.
  3. Hvernig fara þessar síðan saman upplýsingar saman? Hvernig munt þú sem persóna og námið/starfið passa saman? Mun það koma til með að næra áhuga þinn, passa gildum þínum og persónuleika, geturðu ræktað styrkleikana þína þar o.sfrv. 

Á þessari vegferð og þá sér í lagi í skrefi 2, er nauðsynlegt að nýta sér vefsíður eins og Næsta skref og svo vefsíður Háskólanna og annarra skóla. Kennsluskrár t.d. háskólanna innihalda yfirleitt mjög góðar upplýsingar og gefa góða innsýn inn í áfanga hverrar námsleiðar, markmið þeirra og kennsluhætti. Einnig getur verið gagnlegt að skoða námsvalshjól HÍ. Ekki síðan gleyma að velta fyrir þér iðn-, verk- og starfsnámi, t.d. í Verkmenntaskólunum og Tækniskólanum. 

Sumir háskólar hafa verið að bjóða nemendum upp á einstaklings- og/eða hópfundi þar sem áhugasamir geta forvitnast frekar um ákveðnar deildir og námsleiðir á sínum forsendum og framundan eru ýmsar kynningar. 

Kynningar bókaðar fyrir ME


Þriðjudaginn 2. febrúar kl. 15.10
verður félagsvísindadeild HÍ með sér fjarkynningu fyrir áhugasama nemendur ME á námsleiðum deildarinnar auk þess sem nemendur geta spurt spurninga. Undir félagsvísindasvið heyra félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, félagsráðgjafardeild, hagfræðideild, lagadeild, stjórnmálafræðideild og viðskiptafræðideild.

 


Miðvi
kudaginn 3. febrúar kl. 10.30 verður síðan heilbrigðisvísindasvið HÍ með kynningu á sínu námsframboði með samskonar hætti en undir heilbrigðisvísindasvið heyra hjúkrunarfræðideild, lyfjafræðideild, læknadeild, matvæla- og næringarfræðideild, sálfræðideild og tannlæknadeild.

Einhverjir ME-ingar hafa þegar skráð sig á kynningarnar í gegnum Nönnu, náms- og starfsráðgjafa. Enn er hægt að skrá sig með því að senda póst á nanna@me.is og eru allir velkomnir óháð námsári.

 

HA vinur

Háskólinn á Akureyri er að hefja kynningarherferð sína sem nefnist HA vinur. Áhugasamir nemendur geta skráð sig hér, einir eða í vinahópi, og stúdent við HA setur sig síðan í samband við viðkomandi og segir frá náminu og skólalífinu og svarar spurningum.

Háskóladagurinn 2021 verður síðan haldinn með stafrænum hætti, laugardaginn 27. febrúar. Þá munu sjö háskólar landsins kynna yfir 500 námsbrautir í gegnum nýja vefsíðu háskóladagsins sem væntanlega er í febrúar. Nánari upplýsingar um það eru væntanlegar síðar.

Ef þú ert óviss um þessa hluti og/eða vilt spegla þig og taka spjallið þá gæti verið gagnlegt að heyra í Nemendaþjónustu ME en auk hefðbundinna einstaklingssamtala um nám- og störf, framtíðardrauma og markmið, áhuga og styrkleika, þá er nemendum einnig boðið upp á að taka áhugasviðskönnunina Bendil og styrkleikakönnun VIA. 

Verið í bandi. 

Hlýjar kveðjur inn í helgina. 

Nanna, náms- og starfsráðgjafi