Miðspannarmat fyrri haustspannar

Um miðja spönn fá nemendur miðspannarmat frá kennara áfangans, en það er óformlegt námsmat sem byggir á verkefnaskilum og frammistöðu í kennslustundum. Matið gefur nemendum og forráðamönnum vísbendingu um stöðu nemandans í náminu. Matið er gefið í bókstöfum, A, B, C og 0. Miðspannarmat er einungis stöðumat en hefur ekki áhrif á lokaeinkunn í áfanganum.

Hægt er að skoða miðspannarmatið í Innu undir Námið - einkunnir - miðannarmat.