Nám á félagsliðabraut

Í haust mun ME byrja með nám á félagsliðabraut ef næg þátttaka fæst. Námið er 200 einingar og skipulagt sem sex anna nám. Bóklegir áfangar verða allir kenndir í fjarnámi og því hentar námið vel með vinnu. Námið veitir undirstöðuþekkingu til að efla lífsgæði einstaklinga sem þurfa á sérhæfðri aðstoð að halda. Tilgangur námsins er að efla stöðu og styrkja þá sem sinna einstaklingum sem þurfa slíka aðstoð, auka skilning þeirra og þekkingu. Upplýsingar um félagsliðabrautina og innihald hennar má sjá hér að ofan undir fjarnám. Ef frekari upplýsinga er óskað er best að senda póst á fjarnam@me.is. Áhugasöm eru hvött til að sækja um á fjarnam@me.is. Umsóknarfrestur er til 15. maí.