Námsmatsdagar fyrri haustspannar

Skipulag námsmatsdaga er núna tilbúið og þú finnur það undir flipanum Námið-haustönn 2020.

Námsmatsdagar hafa jafnframt verið skráðir í stundatöflu nemenda í Innu.

Námsmatsdagar eru í lok hverrar spannar þar sem beitt er fjölbreyttu námsmati. Á fyrri haustspönn eru námsmatsdagar 9. október - 15. október.

Á þessum dögum er ekki hefðbundin kennsla en nemendur hitta sína kennara á ákveðnum tímum sem eru helgaðir námsmati áfangans. Í öllum 5 eininga áföngum hitta nemendur kennara sína tvisvar, einu sinni kl. 9-12 og á öðrum degi kl. 13-16. 

Nánari útfærslu á námsmati í áföngum skólans getur þú fundið í kennsluáætlun áfangans og hjá kennara.

Síðasti námsmatsdagur er einnig nýttur til sjúkraprófa ef þarf.