Nanna hlýtur viðurkenningu frá Félagi náms- og starfsráðgjafa

Nanna Imsland
Nanna Imsland

Nanna Halldóra Imsland náms- og starfsráðgjafinn okkar hér í ME hlaut fyrir helgi viðurkenningu fyrir störf sín í þágu náms- og starfsráðgjafar. Nanna hóf störf hjá okkur í ME árið 2015 og hefur verið öflugur starfsmaður alveg frá byrjun. Hún sinnir nemendum af alúð og hefur unnið með nemendaþjónustunni í að færa ýmis bjargráð til nemenda í formi námskeiða og stafrænna leiða.

Eftirfarandi texti birtist á síðu Félags náms- og starfsráðgjafa:

"Nanna sinnir náms- og starfsráðgjöf innan teymis Nemendaþjónustu ME Með nýstárlegum hætti og notkun stafrænna miðla hefur Nönnu tekist að nálgast nemendur bæði innan og utan ME til dæmi með framsetningu gagnabanka þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þætti er viðkemur vellíðan og velgengni í námi. Sérstaklega ber að geta hagnýtra upplýsinga fyrir nemendur sem eru með lesblindu eða eru með sértæka námsörðugleika. Starf Nönnu og Nemendaþjónustunnar hefur vakið athygli og fengið verðskuldaða viðurkenningu, frá Félagi lesblindra og Rótarý hreyfingunni.

Nanna sinnir starfi sínu af mikilli alúð og óeigingirni og hikar ekki við að deila efni og ýmsum fróðleik með öðrum náms- og starfsráðgjöfum. Þetta verður til þess að styðja við samstöðu innan stéttarinnar og auka sýnileika hennar. Á vef Nemendaþjónustu ME er Nönnu lýst á eftirfarandi hátt með fimm jákvæðum lýsingarorðum; metnaðarfull, heiðarleg, útsjónarsöm, þolinmóð og staðföst."

Við erum afar stolt af störfum Nönnu og Nemendaþjónustu ME. Hér má nálgast hlekk á gagnabanka nemendaþjónustunnar og allar nánari upplýsingar um þá þjónustu sem er í boði má finna undir flipanum "Nemendaþjónusta"