Nemendaráð ME blæs til áskorunarviku

Nemendaráð ME hefur blásið til áskorunarviku en ágóði vikunnar mun renna óskiptur til Píeta samtakanna, sem að sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Ef þið viljið styrkja samtökin og taka þátt er hægt að leggja inn valda upphæð hér í gegnum Kass. Þegar ákveðnar peningaupphæðir hafa náðst munu nemendur framkvæma ýmis áskoranir, sem hægt er að fylgjast með á Instagrammi nemendaráðsins NMEgram.