Opið fyrir umsóknir um skólavist

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skólavist næsta skólaár. Opið er fyrir umsóknir nýnema frá 25. apríl til og með 10. júní. Innritun eldri nemenda lýkur 26. maí. 

Sótt er um skólavist í gegn um Menntagátt. 

Upplýsingar um skólann og námið má finna hér á heimasíðunni (flipinn námið, og skólinn). Sérstaklega má benda á lykilupplýsingar fyrir nýnema sem er aðgengilegt undir "skólinn og hér. Ef spurningar vakna er starfsfólk skólans mjög tilbúið að svara öllum spurningum. 

Upplýsingar um heimavist og mötuneyti eru aðgengilegar undir "skólinn" flipanum og ýmsar upplýsingar um félagslífið má finna á Instagram skólans og Instagram NME svo dæmi séu tekin.

Verið hjartanlega velkomin í ME!