Opinn dagur föstudag 8. september

Á föstudag verður farið í gönguferð um Fellin, spáð er í góðu veðri þennan dag.

Ætlast er til að allir dagskólanemar mæti og fá möguleika á einni námseiningu fyrir opna daga.

Dagskrá föstudagsins

Morgunmatur í ME frá kl 08:00 – 09:45 fyrir alla sem vilja.

09:50 Gengið frá ME að golfskálanum í Ekkjufelli, um það bil hálftíma ganga á golfvöllinn.

Þeir sem ekki treysta sér í fulla göngu skulu keyra á Golfvöllinn í Ekkjufelli. Nemendur með bíl eru beðnir að taka með samnemendur og einnig verða nokkrir kennarar á bíl.

10:30 Allir ganga saman frá golfvellinum upp á hvalbökin í fellum.

Gangan er brotin upp nokkrum sinnum þar sem nemendur vinna með nokkur hugtök s.s. gleði, fjölbreytileiki, jafnrétti og jafnvægi í gegnum myndatöku af t.d. náttúru, gróðri, félögum eða hvað sem þeim dettur í hug.

Nemendur setja þessar myndir í story á instagram og tagga/merkja reikning menntaskólans (@menntaskolinnegs).

Þá verður hægt að deila skemmtilegum myndum áfram og búa til minningar um frábæran dag.

Gengið verður í norðurátt að Grettistaki og þar niður gegnum Vínland meðfram hreindýragarðinum.

Síðan sem leið liggur yfir fljótið og í ME.

Skólinn býður öllum göngumönnum í hamborgarveislu með frönskum og ís í mötuneyti ME frá kl 14:00

Það sem þarf að hafa með sér.

Góðir skór til að ganga í og lítill bakpoki.

Nemendur fá banana/epli og orkustykki frá skólanum í nesti.

Sími með myndavél og gott skap.