Opnu húsi í ME frestað vegna veðurs

Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta Opna húsinu í ME fram til miðvikudagsins 12. apríl. Þessi ákvörðun er tekin vegna þess að við viljum geta tekið á móti sem flestum úr fjórðungnum. Ef ný dagsetning hentar ekki má gjarnan láta vita með því að senda póst á netfangið elin.asa@me.is. Einnig verður opnað aftur fyrir skráningar ef fleiri vilja bætast í hópinn.

Búast má við nánari upplýsingum þegar nær dregur.

Hlökkum til að sjá ykkur vonandi sem flest eftir páskana.