Rafræn sýning á lokaverkefnum útskriftarnemenda

Rafræn sýning á lokaverkefnum útskriftarnemenda ME vor 2023 hefur verið opnuð. Næstkomandi laugardag, þann 20. maí, munu 48 nemendur útskrifast frá skólanum. Lokaverkefnin eru fjölbreytt að efni og innihaldi, fróðleg og áhugaverð. Um leið og nemendum er óskað til hamingju með lærdómsrík verkefni fá þau kærar þakkir fyrir skemmtilega samveru síðastliðin ár og óskir um velfarnað í framtíðinni. Slóðin á sýninguna er hér.