Roðagylltur fáni dreginn að húni við ME

Dagana 25. nóvember til 10. desember ár hvert stendur yfir 16 daga vitundarvakning um vágestinn kynbundið ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Sameinuðu þjóðirnar hvetja til þess að sem flestir taki þátt og er Soroptimistaklúbbur Austurlands þátttakandi undir slagorðinu Roðagyllum heiminn - Höfnum ofbeldi (Orange the World, Say NO to Violence).

Litur átaksins er appelsínugulur, sem táknar að eftir myrkur ofbeldis birtir á ný; það er von! Það munu því sjást appelsínugulir fánar, roðagyllt hús og tankar um bæinn næstu dagana.

Veggspjöld verða hengd upp innan skólans ásamt dreifibréfi með upplýsingum um helstu birtingarmyndir kynbundins ofbeldis liggja frammi.
Á þeim er t.d. bent á www.112.is en þar eru upplýsingar um kynbundið ofbeldi og hvar hjálp er að finna.