Samgöngupottur fyrir nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum.

Dagskólanemar geta nú sótt um að komast í samgöngupott ME fyrir skólaárið 2021 – 22.

SKILYRÐI TIL AÐ VERA GJALDGENGUR Í SAMGÖNGUHÓPINN ERU:

  • GANGA, SKOKKA EÐA HLAUPA Í SKÓLANN,
  • HJÓLA Í SKÓLANN ( RAFHJÓL LÍKA GJALDGENGT)
  • KOMA Á HLAUPAHJÓLI EÐA RAFSKÚTU Í SKÓLANN,
  • KOMA MEÐ STRÆTÓ EÐA RÚTU Í SKÓLANN,
  • VERA Á HEIMAVIST.

Miðað er við 80% ferða (fjórar ferðir af fimm í viku)

Dregið verður úr pottinum einu sinni á ári að vori um veglegan vinning.

Skráning hjá Kristjönu skrifstofustjóra, sendið tölvupóst á Kristjönu eða mætið til hennar fyrir hádegi.

Skráningu lýkur 10. nóvember næstkomandi.