Samgöngusamningur og samgöngupottur

Vígsla reiðhjólaskýlis og kynning á samgöngusamning og samgöngupotti starfsmanna og nemenda ME
Vígsla reiðhjólaskýlis og kynning á samgöngusamning og samgöngupotti starfsmanna og nemenda ME

ME stuðlar að grænum samgöngum með því að bjóða starfsmönnum og nemendum uppá að skrifa undir samning um að þeir ferðist til og frá vinnu fyrir eigin "vélarafli". Starfsmenn fá 4000 krónur mánaðarlega en nemendur fara í pott þar sem dreginn verður út vinningur í lok skólaárs.

Ávinningur af slíku er að minnsta kosti tvöfaldur, í fyrsta lagi er gott að ganga eða hjóla til vinnu og anda að sér góðu lofti áður en hafist er handa við verkefni dagsins. Í ljós hefur komið að skráðum veikindadögum hefur fækkað hjá fyrirtækjum sem bjóða uppá slíkan samning og ánægja verður meiri á meðal starfsfólks.

Í öðru lagi minnkar þetta kolefnisspor starfseminnar sem er einmitt í deiglunni núna í ME.

Allar ríkisstofnanir þurfa að stíga fimm græn skref fyrir lok ársins og er samgöngusamningur og samgöngupotturinn liður í því að taka þessi skref.

Þess má geta að ME mun klára sín fimm grænu skref innan skamms.