Sérúrræði í prófum fyrri haustspannar

Umsóknarfrestur til að sækja um sérúrræði í prófum á fyrri haustspönn er til 2. október.

Vakin er athygli á því að á fyrri haustspönn eru flest próf í kennslustofum áfanga og þegar próf eru í prófsal þá er eingöngu einn hópur á sama tíma í prófi. 

Umsóknir um sérúrræði eru sendar til náms- og starfsráðgjafa á netfangið nanna@me.is og í umsókn þarf að koma fram hvaða próf um ræðir, hvaða úrræðis er óskað ásamt rökstuðningi.