Skólabyrjun í ME haustið 2021

Skólasetning ME fer fram klukkan 15:00 miðvikudaginn 18. ágúst á sal skólans.

Kennsla hefst eftir stundatöflu fimmtudaginn 19. ágúst.

Nýnemar mæta klukkan 10:00 á sal skólans miðvikudaginn 18. ágúst, fá fræðslu um tæknimál í skólanum s.s. Office 365 og námsvef. Síðan taka við stuttir tímar kl. 11:15-12:00 og 13:00-14:30. Skólasetning fer fram á sal klukkan 15:00 en þangað eru allir nemendur boðaðir. Mikilvægt er að nýnemar hafi fartölvur með sér fyrsta skóladaginn.

Nemendur og forráðamenn geta skoðað stundatöflur á slóðinni INNA.IS Nemendur nota rafræn skilríki eða Íslykil til að skrá sig, nánari upplýsingar finnur þú í lykilupplýsingum fyrir nýnema: https://www.me.is/is/skolinn/skolinn-starfid/lykilupplysingar-fyrir-nynema-2 

Velja þarf dagsetningu eftir 18. ágúst til að sjá stundatöflu á fyrri spönn og eftir 19. október til að sjá áfanga á seinni spönn. 

Heimavist skólans opnar kl. 17:00 þriðjudaginn 17. ágúst.