Skólabyrjun í ME haustið 2023

Menntaskólinn á Egilsstöðum hefst með nýnemadegi á sal skólans mánudaginn 21. ágúst kl. 10:30.

Nýnemadagurinn er ætlaður öllum nemendum sem hefja nám við skólann í fyrsta skipti. Nýnemar verða einir í skólanum þennan dag og fá ýmsar kynningar um skólalífið. Allir nemendur og forráðamenn ólögráða nemenda ættu að hafa fengið nánari upplýsingar í tölvupósti.

 

Nýnemum verður skipt í 3 hópa eftir upphafsstöfum í nöfnum þeirra.

Í hópi 1 eru nemendur sem heita nöfnum sem byrja á A-E, í hópi 2 eru nemendur sem heita nöfnum sem byrja á F-L, í hópi 3 eru nemendur sem heita nöfnum sem byrja á M-Ö. Hóparnir fá kynningar á skipulagi námsins, námsvefnum, Menntaskýinu og ýmsu fleira. Önnum nýnemum er boðið í hádegismat í skólanum þennan dag. Dagskránni lýkur um kl. 16:00. 

Skólasetning verður þriðjudaginn 22. ágúst kl. 9:00 og hefjast tímar eftir stundaskrá þegar henni lýkur. 

Þetta haust eru 202 nemendur skráðir í skólann, þar af 62 nýjir nemendur.