Skólahald í ME næstu daga

Skólameistari hefur sent öllum nemendum í dagskóla upplýsingar um skólahald næstu daga. Þá munum kennarar senda nemendum sínum nánari upplýsingar fyrir hvern áfanga.

Staðan í ME er þannig að þrír dagar eru eftir af dagskólanum áður en námsmatsdagar hefjast. Þessir þrír dagar verða að mestu kenndir í fjarnámi vegna hertra regla og samkomubanns vegna Covid 19. Bundnir tímar verða kenndir eftir stundaskrá í gegn um kennslukerfið Canvas. Verkefnatímar og íþróttatímar falla niður næstu 3 daga. 

Undantekningar frá þessu eru eftirtaldir áfangar sem verða kenndir í dagskólanum þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag

STÆR1GR05 í 1. blokk

ÍSLA -samkenndir áfangar í 2. Blokk (ÍSLA1OM05/ÍSLA2MB05/ÍSLA3BÓ05)

LSTR1LS05 í 2. blokk

NÁSS1FN05 í 3. Blokk

ENSK1LS05 og ENSK1MT05 sam-kenndir í 5. Blokk

 

Heimavistin og mötuneyti er áfram opið fyrir heimavistarbúa og starfsmenn.

Námsmatsdagar verða með áður auglýstum hætti frá föstudegi 9. október til fimmtudags 15. október.

Seinni haustspönn hefst síðan þriðjudag 20. október, vonandi með eðlilegum hætti. Nánar um það síðar.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá skólameistara.