Skólasetning og upphaf skólans

ME á fallegu haustkvöldi
ME á fallegu haustkvöldi

Senn líður að skólabyrjun.

Með tilliti til 100 manna fjöldatakmarkana vegna Covid 19 verður breytt skipulag í upphafi spannar.
Eingöngu nýnemar skulu mæta til skólasetningar miðvikudaginn 19.8 kl. 10:00. Aðrir nemendur geta fylgst með streymi á Zoom gegnum hlekk á heimasíðu skólans.
Eftir skólasetningu verða stuttir tímar fyrir þennan hóp og fræðsla um tæknimál í skólanum eins og Office 365 og tengingar við þjónustur í skólanum.
Nýnemarnir verða síðan einir í skólahúsinu fyrstu þrjá dagana en eldri nemendur munu hefja sitt nám heiman að frá sér eftir stundaskrá í gegnum námsvefinn Canvas eða Teams fimmtudaginn 20 ágúst.
Nýnemar koma inn á heimavist þriðjudaginn 18. ágúst eftir kl 17:00.
Aðrir heimavistarbúar eru síðan velkomnir á heimavist skólans sunnudaginn 23. ágúst eftir kl. 17:00. Beiðni um undanþágur frá þessari til högun berist til skólameistara arniola@me.is

Upplýsingar um skólahald eftir fyrstu dagana verður sendar út í næstu viku, eða um leið og þær liggja fyrir.

Hlökkum til samstarfsins og að hitta nemendur aftur eftir sumarleyfi.

Stjórnendur ME