Skólasetning - streymi

Skólasetning ME fer fram kl. 10 miðvikudaginn 19. ágúst. Eingöngu nýnemar mæta að þessu sinni í skólann.

Aðrir nemendur auk foreldra, geta fylgst með streymi á zoom með því að smella hér.

Eftir skólasetningu verða stuttir tímar fyrir þennan hóp og fræðsla um tæknimál í skólanum ss Office 365 og tengingar við þjónustur í skólanum.
Nýnemarnir verða síðan einir í skólahúsinu fyrstu þrjá dagana en eldri nemendur munu hefja sitt nám heiman að frá sér eftir stundaskrá í gegnum námsvefinn Canvas eða Teams fimmtudaginn 20 ágúst.