Skráningu fjarnema fyrir haustönn 2025 er nú lokið

Hámarksfjölda ársnema hefur nú verið náð við ME og því er fjarnemaskráningu haustsins lokið að sinni. Því miður komust mun færri fjarnemar að en vildu - hafna þurfti yfir 100 umsóknum fjarnema. Við hvetjum þá sem komust ekki að til að sækja um að nýju þegar opnað verður fyrir fjarnemaskráningar í byrjun nóvember fyrir vorönn 2026.