Skrifstofa ME er opin

Nú styttist óðum í að skólastarf fari aftur í gang eftir alla veðursæld sumarsins, sem flest ykkar hafa vonandi náð að njóta. Skrifstofa ME hefur því opnað aftur eftir sumarleyfi starfsfólks og opin frá 8-12 alla virka daga. Við hvetjum nemendur og forráðafólk eindregið til að vera í sambandi ef upp koma spurningar í tengslum við námið og skólastarfið.

Við hlökkum til að hitta nýja nemendur sem og eldri þegar líða tekur á mánuðinn en skólasetning verður þann 18. ágúst. Nemendur fá nánari upplýsingar um það síðar.