Skrifstofa ME er opin

Nú er starfsfólk farið að snúa til baka til starfa að loknum sumarleyfum en skrifstofa ME opnaði þann 2. ágúst og er opin virka daga frá kl. 8-12. 

Enn er hægt að skrá sig í nám í dagskóla með því að hafa samband við Bergþóru áfangastjóra. 

Skráning í fjarnám er enn í fullum gangi en hún fer fram hér. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag fjarnáms og fjarnámsframboðið má finna á vefsíðunni okkar undir flipanum "fjarnám".

Nánari upplýsingar um sérstakan nýnemadag (17. ágúst) og upphaf hefðbundins skólastarfs er að vænta á næstu dögum. 

Njótið síðustu daga sumarfrísins.