Skrifstofan opin og styttist í skólabyrjun

Skrifstofa ME opnaði strax eftir verslunarmannahelgi og eru stjórnendur nú í óða önn að skipuleggja skólabyrjun. Kennarar koma til starfa 14. og 15. ágúst á starfsdögum og tilhlökkunarefni að hitta alla eftir sumarleyfi.

Nýnemadagur er mánudaginn 18. ágúst og svo hefst hefðbundið skólastarf þann 19. ágúst.

Heimavistin opnar fyrir nýnema sunnudaginn 17. ágúst kl. 17:00 og fyrir eldri nemendur mánudaginn 18. ágúst.

Unnið er að því hörðum höndum að svara fjarnemendum, en mikil aðsókn er í dagskóla og því minna pláss fyrir fjarnemendur en oft áður.