Starfsbraut á Borgarfjörð Eystri

Starfsbraut ME fór í vorferð á Borgarfjörð Eystri mánudaginn 12. maí. Ferðin var mjög vel heppnuð í alla staði og allir nutu sín í botn.
Nemendur fóru í göngu um bæinn, fengu heimboð hjá starfsmanni skólans þar sem var byrjað á smá nesti. Kirkjan var skoðuð og mynduð í bak og fyrir. Gengið var um bæinn og sagðar sögur. Því næst kíktum við í fyrirtækið „Íslenskur Dúnn“ Þar fengu nemendur fræðslu allt frá því að dúnn er tekinn, hreinsaður og að lokum settur í sæng. Hoppubelgur og og spjall við leikskólabörn bæjarins naut einnig vinsælda.
Nemendur fengu hádegismat á Blábjörgum og skoðuðu allt það sem hótelið hefur upp á að bjóða.
Því næst var ferðinni heitið á Hafnarhólma, þar var lundinn myndaður í bak og fyrir. Síðan var farið í Rib safari með www.puffin.is, en þeir voru svo rausnarlegir að bjóða hópnum í ferð. Þetta var ógleymanleg upplifun þar sem starfsmenn fyrirtækisins gerðu upplifunina enn betri með sögum um staðarhætti og fræðslu. Hópurinn var virkilega heppinn hvað veður, sem lék við hópinn allan daginn.
 

 

Kærar þakkir fyrir höfðinglegar móttökur!