Tónlistarfélag ME eða TME eins og það er kallað, stendur fyrir ´80s tónleikum föstudaginn 14. nóvember. Tónleikarnir fara fram í Valaskjálf og hefjast klukkan 19:30. Húsið opnar kl .19:00 og eru miðar seldir í anddyrinu.
Dæmi um lög sem verða spiluð eru lögin "Call me" með Blondie, "Hold the line" með TOTO, "Summer Of ’69" með Bryan Adams og "Material Girl" með Madonnu ásamt fleiri slögurum! Við hvetjum öll til að skella sér á tónleika, enda er tónlistarlíf í ME afar gott og mikið af hæfileikaríkum nemendum sem stíga á stokk.
Miðaverð : 2.500kr
NME og starfsfólk ME : 1.900kr
Yngri en 15 ára : 1.500kr
6 ára og yngri fá frítt
Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.