Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk til 15. okt

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna haustannar 2020 er til 15. október næstkomandi. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum eða með íslykli á heimasíðu Menntasjóðs www.menntasjodur.is eða www.island.is. Hvetjum alla sem rétt eiga á jöfnunarstyrk að sækja um hið fyrsta.