Útskrift laugardaginn 17. desember

Brautskráning frá Menntaskólanum á Egilsstöðum fer fram í Egilsstaðakirkju 17. desember næstkomandi klukkan 14:00. 25 nemendur útskrifast að þessu sinni.

Streymt verður frá athöfninni og kemur hlekkur hér á heimasíðu skólans og á Facebook síðu skólans með góðum fyrirvara. Facebook síðu ME má finna hér.