Útskrift nýstúdenta 20. maí

37 nemendur útskrifast úr Menntaskólanum á Egilsstöðum þann 20. maí næstkomandi. 

Athöfnin fer fram í Valaskjálf og hefst kl. 14. Athöfninni verður streymt á Facebook síðu skólans og kemur einnig hlekkur á heimasíðuna okkar www.me.is.

Gaman er að segja frá því að af þeim 37 nemendum sem útskrifast hafa 11 verið fjarnemar. Þetta er enn ein vísbendingin um öflugt fjarnám í ME, til viðbótar góðu dagskólanámi.