Valfög haustannar! Val stendur yfir á Innu.

Opnað hefur verið fyrir val haustannar á Innu og mikilvægt er að þeir nemendur sem ætla sér að halda áfram námi við skólann næsta haust velji sér áfanga. Það jafngildir staðfestingu á skólavist. 

Hér er hægt að skoða valfög haustannar 2021.

Ef þið eigið í vandræðum með valið þá er hægt að leita til brautarstjóra. Ef þið hafið ekki útbúið námsferilsáætlun þá megið þið endilega hafa samband við Bergþóru áfangastjóra eða Nönnu náms- og starfsráðgjafa.