Vegna atburða í kring um nýnemavígslu nemenda ME

Fundað var með dagskólanemum í fyrstu frímínútum dagsins þar sem farið var yfir atburði gærkvöldsins.

Einnig var farið yfir viðbrögð skólans til hjálpar þeim nemendum sem eiga um sárt að binda vegna þessarar lífsreynslu.

Síðan sátu þeir eftir sem vildu og ræddu málin við samnemendur og starfsmenn.

Starfsfólk mun áfram hafa vakandi auga með nemendum vegna þessa atburðar.

Einnig er bent á fjöldahjálparmiðstöð RKÍ verður opin í Egilsstaðaskóla frá kl 16 – 18 í dag, föstudag 27.8. Einnig er bent á hjálparsíma Rauða krossins 1717.

Hér fylgir bæklingur um sálrænan stuðning þegar á móti blæs.

Hlúum síðan vel að okkur sjálfum og þeim sem eru í okkar nærumhverfi.

http://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/salraenn-studningur/

Prestar Egilsstaðaprestakalls, Þorgeir, Ólöf Margrét og Sigríður Rún, verða einnig til taks fyrir þá sem á þurfa að halda, alla helgina.

Hafa má samband við þá t.d. í gegnum http://egilsstadaprestakall.com/ eða hafa samband beint við prestana sjálfa