Karítas Mekkin Jónasdóttir verðandi nýstúdent um jól fékk í dag afhent Múmínkönnuna en það eru verðlaun fyrir framlag til félagsmála í nemendaráði Menntaskólans á Egilsstöðum. Karítas var formaður ritnefndar ME síðasta skólaár og stóð sig þar af mikilli prýði. Það er mjög dýrmætt fyrir skólann að hafa öflugt fólk í nemendaráði skólans hverju sinni og við óskum henni til hamingju..