Vilt þú verða ME-ingur

Innritun í ME lýkur 10. júní eins og í aðra framhaldsskóla. Hins vegar ef einhverjir vilja bætast í hópinn eftir 10. júní hvetjum við þá til að hafa samband. Hægt er að setja sig í samband við skólameistara á netfangið arniola@me.is og athuga hvaða möguleikar eru í boði. Skólinn hefst eftir miðjan ágúst eins og sést á skóladagatali.

Allar helstu upplýsingar um skólann og skólabyrjun má finna undir "skólinn" hér á heimasíðunni. Allar upplýsingar um námið og námstilhögun má finna undir "námið".