Virðingarvika

Virðing er eitt af þremur grunngildum ME og er því gert hátt undir höfði í þessari viku. Vikan er stútfull af spennandi viðburðum og um að gera að bretta upp ermar og taka þátt.

Vikan byrjar á því að myndband er sýnt í 4. blokk um hvernig flokka skuli rusl. Skemmtilegt er að segja frá því að aðstaða til flokkunar á heimavist hefur einmitt verið bætt og eins hefur verið bætt við tunnum í almenn rými í skólanum til að koma til móts við breyttar áherslur í flokkun á svæðinu. 

Þriðjudaginn 19. september verður fataslám komið upp í skólanum þar sem hægt er að koma með föt sem ekki eru lengur í notkun svo einhverjir aðrir geti notið þeirra. 

Miðvikudaginn 20. er Kahoot í löngu frímínútunum kl. 9:55

Á fimmtudaginn er plokk í 6. blokk og á föstudag er bíllaus dagur og erindi um það á sal kl. 10:10.

Í virðingarviku leggjum við áherslu á virðingu fyrir náttúrunni, jörðinni, umhverfinu, okkur sjálfum og hvert öðru.