Vorútskrift frá Menntaskólanum á Egilsstöðum

Útskriftarathöfnin verður í hótel Valaskjálf laugardaginn 18. maí og hefst kl 14:00.

51 nemendur eru í útskriftarhópnum og þar af eru 15 fjarnemar.

Streymt verður frá athöfninni á facebook síðu skólans.

Skólinn óskar öllum nýstúdentum og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með áfangann og þakkar fyrir skemmtilegar stundir og samstarf.